Skattur á skatt ofan

Fyrir nokkrum árum var stofnaður sjúkrasjóður innan stéttarfélagsins míns. Það var mjög þarft verk og hefur vonandi komið sér vel fyrir þá sem þurfa á aðstoð að halda vegna veikinda. Sjóðurinn tekur einnig þátt í ýmsum lækna- og sérfræðingakostnaði og hef ég nýtt mér það í sambandi við Laser augnaðgerð,  krabbameinsskoðun, tannlæknakostnað og áhættumat hjá Hjartavernd.

Það er fyrst þegar endurgreiðslan kemur sem reiðin blossar upp.

Mér finnst varla rétt að tala um endurgreiðslu því það er tekinn 32,72% skattur af endurgreiðslunni. Ég veit ekki betur en að ég sé búin að borga skatt af laununum mínum og skil þess vegna ekki af hverju ég þarf að borga skatt aftur þó að aurarnir mínir fari á smá flakk þ.e. ég borga lækninum fyrir veitta þjónustu og sendi kvittun í sjóðinn minn sem sendir mér aurinn til baka en því miður ekki allan. Ríkið hirðir hluta af peningunum mínum. Þvílíkt óréttlæti. T.d. borgaði ég 12.600 krónur fyrir áhættumat hjá Hjartavernd. Sjóðurinn veitir fullan styrk en ég fæ samt einungis til baka 8.099 krónur.

Ég skil ekki hvernig það er hægt að búa til svona óréttlátar reglur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gunna mín - þetta er a.m.k.þrískattað..Alla vega borga ég skatt af laununum mínum, svo borga ég minni frábæru nudd-/og nálarstungukonu. Hún borgar vask og skatt af því sem ég borga henni og síðan kemur einhver endurgreiðsluhungurlús frá sjúkrasjóðnum ekkar - því þar er líka tekinn skattur.

Já, mörg er matarholan.

Kveðja,

Ingibjörg

Ingibjörg (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 13:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband