Matardagbók

Ég skrifaði matardagbók um daginn, í nokkra daga, því leikfimiskennarinn minn bauð upp á að fara yfir slíka bók. Ég fann það að á meðan ég hélt samviskusamlega dagbókina þá hafði það áhrif á hvað ég lét ofan í mig því ég vildi ekki að kennarinn minn sæi græðgina sem býr í mér. Ég borðaði sem sagt ekki nærri því allt sem mig langaði til þessa daga. Samt fékk ég fullt af athugasemdum hjá kennaranum rétt eins og ég væri nemandi að fá ritgerð til baka. Ég stóð mig meira segja að því að afsaka sumt rétt eins og nemendur mínir gera þegar ég gef þeim athugasemdir. Svona snýst allt við, einu sinni var leikfimiskennarinn nemandi hjá mér.

Ég þarf að taka matarræðið enn betur í gegn og ég sem hélt að ég gæti ekki betur.

Mér líður núna eins og ég megi andskotann ekkert éta!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband