Lúkas í skóla

Mér finnst svo stutt síðan hann fæddist. Hann Lúkas litli Þorlákur. Yngsta barnabarnið mitt. Hann er samt að byrja í skóla í dag. Mætti í skólann sinn í skólabúning með tösku á bakinu. Hann á að fara að læra stafina og litina og eitthvað fleira. Hann mun fá heimavinnu. Það er stutt síðan hann fæddist. Hann er bara þriggja ára. Verður fjögurra ára eftir tæpa tvo mánuði. Af myndum að dæma, sem mamma hans  setti út á netið í morgun, var hann ekkert spenntur fyrir því að fara af stað. En það hýrnaði yfir honum þegar hann fattaði að hann myndi hitta krakka. Fyrsti skóladagurinn

Hann mun að öllum líkindum aldrei upplifa þá miklu spennu og tilhlökkun sem flestir íslenskir krakkar finna fyrir áður en þeir byrja í grunnskóla. Hann er svo ungur að hann skilur þetta varla.

Kannski er það bara allt í lagi því margir krakkar verða líka fyrir vonbrigðum þegar í grunnskólann kemur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú þarf maður ekki lengur inn á netið til að lesa bloggið þitt. Dugar bara að kíkja í Moggann

en þar las ég í dálki um daginn hugleiðingar þínar um hjartavernd. Ég hef alltaf sagt að þú sért góður penni, og nú hafa þeir tekið eftir því hjá Mogganum líka !!

Gamann að sjá ömmusnúð svona kotroskinn og "breskan" á myndinni. Annað en pollagallinn sem börn á leiðinni í skólann þurfa að klæðast í dag. 

Till lukku með þetta allt.

Eygló Lilja Gränz (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 11:35

2 Smámynd: Guðrún S Sigurðardóttir

Ég veit ekki hvað þeir voru að pæla þarna hjá Mogganum. Ég hélt ég fengi hjartaáfall þegar ég sá þetta. En þetta segir manni að maður er ekki að skrifa fyrir sjálsan sig hérna heldur alla sem lesa íslensku.

Já, Lukku Láki er frábær strákur. Talar ensku við ömmu sína í símann sem skilur ekki allt en hann skilur íslenskuna hjá ömmu. Spurning hvor er klárari.

Guðrún S Sigurðardóttir, 10.9.2007 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband