Sir Cliff

Ég skemmti mér konunglega á tónleikunum með Cliff. Hann er að verða 67 ára gamall en lítur út eins og táningur. Ég geri ráð fyrir að mannshöndin eigi þar inngrip en mér er alveg sama. Hann söng bæði gömul lög sem allir þekkja og önnur sem ég þekkti ekki en skemmtileg og grípandi. Hann dansaði og dillaði sér allan tímann eða í rúma tvo tíma. Geri aðrir yngri betur.

Ég var að pæla í glitrandi gallabuxunum sem hann kom í eftir hlé. Ég vil trúa því að hann noti þær eingöngu á sviði en ekki hversdags svo ég fyrirgaf honum að vera í þeim.

Það var alveg þess virði að bíða í tæpa hálfa öld eftir að sjá Cliff Richard.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Hann er nú ekki nema 66.  Af því að þú segist vona að hann gangi ekki í glitrandi gallabuxum heima hjá sér:  Ég veit ekki hvernig þessar buxur eru en heima hjá sér gengur hann helst í kvenmannsfötum. 

Jens Guð, 29.3.2007 kl. 00:45

2 Smámynd: Guðrún S Sigurðardóttir

Æ, ég gerði þessa skissu með aldurinn. Ég var að vona að að enginn sæi þetta áður en ég gæti lagfært villuna. Cliff má nota þau föt sem hann langar til mín vegna heima hjá sér.

Guðrún S Sigurðardóttir, 29.3.2007 kl. 09:38

3 identicon

Mér fannst hann bara æðislegur !! Og þó að mannshöndin geti nú lagað eina og eina hrukku og  fjarlægt poka af andliti þá lagar hún nú ekki röddina eða skrokkinn. Þar sem ég sat leit hann bara út eins og 25 ára drengur á sviðinu. Ég var einmitt að spá í hvort gallabuxurnar væru svona rifnar eða hvort þetta væri eitthvert glimmer.  Nú er gátan leyst.

Eygló lilja Gränz (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband