Uppáhald

 cliff

Cliff Richard er tíu árum eldri en ég.

Ég veit ekki hvenær ég byrjaði að hlusta á hann. Mér finnst hann alltaf hafa verið til.

Ég man þegar ég lá með eyrað við útvarpið heima í Smáratúni 3 og reyndi að heyra hvernig útlensku orðin voru í Lucky lips, mig langaði svo að kunna textann. Mér finnst það lag ekkert betra en öll hin, þetta er bara ein af bernskuminningunum.

Ég sá Summer Holliday í Selfossbíói á sínum tíma. Þá var ég að verða skvísa. Eða þannig man ég mig. Ég sá myndina svo einhvern tíma seinna og það er ekki hægt að segja að hún hafi elst vel. En mikið rosalega fannst mér hún skemmitleg í den.

Annaðhvort hélt fólk með Cliff eða Elvis Presley. Það var eiginlega ekki hægt að halda upp á þá báða. Það varð að velja. Ég var Cliff manneskja. Kannski hefur Labbi í Glóru haft áhrif á það val. Hann spilaði næstum því eingöngu Shadowslög á fyrstu árunum í hljómsveitarbransanum og Shadows voru hljómsveitin hans Cliffs. Og Labbi var auðvitað háttskrifaður hjá okkur krökkunum, hann spilaði á gítar og kom á fót hljómsveit.

Ég er búin að halda upp á Cliff í næstum því hálfa öld og ég fæ að sjá hann með berum augum í kvöld. Það finnst mér hreint ótrúlegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband