Að tala fyrst og hugsa svo

Orðatiltækið, að vera númer eitt, tvö og þrjú, er líklega ekki til í orðabók. Ég veit það þó ekki, ég hef  ekki gáð. Þetta er mikið notað í talmáli, ég hef ekki tekið eftir þessu orðatiltæki í ritmáli. Ég held að allir geti verið sammála um hvað þetta þýðir. Það að eitthvert málefni ætti að hafa forgang.

Árni Johnsen notaði þetta í gær í sjónvarpsfréttum þegar spjallað var við hann um höfn í Bakkafjöru og ferju þar á milli lands og Eyja og hins vegar jarðgöng.

Hann ætlaði örugglega ekki að vera fyndinn á þessu augnabliki en það var mjög skondið þegar hann sagði að höfn í Bakkafjöru ætti að vera númer tvö og jarðgöngin númer eitt, tvö og þrjú.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég veit ekki hvað ég hef gert aðstandendum þessa bloggsamfélags. Þeir hafa hent mér út. Það er alveg sama hvað ég skrifa þeim mörg bréf þess efnis að ég sé ekki búin að fá nýtt lykilorð, ég fæ ekkert svar frá þeim.

Helvítis beinin.

Gurún S Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 19:35

2 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Fékkst þú ekkert í tölvupósti frá gh@mbl.is þann 21. febrúar?

Sigþrúður Harðardóttir, 28.2.2007 kl. 17:11

3 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Helvítis beinin!

Baldur Kristjánsson, 1.3.2007 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband