Vetrarfrí

Það eru forréttindi að vera kennari.

Í morgun vaknaði ég á sama tíma og venjulega en þurfti ekki að fara á fætur, ég gat snúið mér á hina hliðina og lokað augunum aftur. Það var óneitanlega mjög notalegt. Fyrir utan gluggann nauðaði vindurinn með rokum öðru hverju. Það gerði enn notalegra að kúra undir sænginni.

Það eru ekki aðeins jólafrí, páskafrí og sumarfrí sem kennarar fá. Núna hafa vetrarfrí bæst við í mörgum skólum.

Það eru forréttindi að fá að vera kennari........

....... þangað til launaumslagið er opnað. Ég hef farið í fýlu einu sinni í mánuði í rúmlega 35 ár.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband