Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008
29.8.2008 | 19:40
Höfuðdagurinn
Höfuðdagurinn
ákváðum að eigast
forever
það gengur enn
settum upp hringa
það var þannig þá
trúlofunarhringa
það var fyrir 38 árum síðan
höfuðdagurinn
góður dagur
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 19:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.8.2008 | 22:36
Silfurstrákar og gullforseti
Ég held að forseti vor hafi fengið nokkur prik hjá mér í kvöld eftir að hafa verið í viðtali í Kastljósinu. Hann gat kastað formlegheitunum og verið maður, venjulegur maður. Mig vantaði svoleiðis forseta. Núna má hann, mín vegna, eiga heima á Bessaastöðum eins lengi og hann vill.
Það var gaman að vera Íslendingur í dag.
Gaman að fylgjast með móttöku silfurstrákanna okkar.
Kökkur í hálsi og tár á hvarmi.
24.8.2008 | 21:43
Menning og silfur
Við, Simmi minn, tókum þátt í menningarnótt eins og við höfum gert undanfarin ár með vinum okkar. Það var allt tilbúið, búið að krossa við ákveðna átburði sem okkur fannst vert að sjá og njóta. En einhvern veginn æxlaðist nú allt þannig að við sáum ekkert af því sem við ætluðum að sjá og gerðum eitthvað allt annað.
Skemmtum okkur samt konunglega.
Vöknuðum svo auðvitað snemma og horfðum á frábæru silfurstrákana okkar spila handbolta í Peking.
Er rétt búin að kyngja kekkinum og strjúka tárin í burtu.
21.8.2008 | 16:27
Lítil þjónustulund
Það er dálítið flókið mál að fá afrit af prófgögnum hjá Nemendaskrá Háskóla Íslands. Ég skil ósköp vel að ég þurfi að sýna umboð frá eiganda prófskírteinisins til þess að fá það afhent. Allt í lagi með það. Og ég skil að það tekur sólarhring að fá gögnin þýdd á ensku. En af því ég bý úti á landi hélt ég í einfeldni minni að það væri hægt að senda umbeðin gögn beint heim til dótlu minnar, því það er hún sem málið snýst um, án þess að ég væri milligöngumaður. Það var dálítið vesen af því þetta kostar 300 krónur en ég ætlaði að leysa þann vanda.
Þá kom babb í bátinn.
Þegar ég var búin að lesa upp kennitöluna og segja nafnið á dótlu og ætlaði að fara að þylja upp heimilisfangið þá stoppaði konan mig af með þvílíkri fyrirlitningu í röddinni að mér varð ekki um sel.
"Ég fer ekki að skrifa niður heimilisfang."
Það er eins gott að ég bý ekki á Þórshöfn heldur í Þorlákshöfn því ég verð að fara í höfuðborgina á morgun og sækja plaggið með tölvupóst í farteskinu frá dótlu um að ég megi fá prófgögnin hennar.
Það hefði líklega vafist fyrir konugreyinu að meðtaka heitið á bænum hennar dótlu minnar en hann heitir Rhosllanercrugogg.
Eins gott að hún stoppaði mig af.
17.8.2008 | 23:33
Er sumarleyfinu lokið?
Þó svo að ég hafi mætt til vinnu eftir sumarfrí á föstudaginn var, var ég enn í sumarleyfisfíling um helgina. Við bjuggum í Sólbrekku á framandi grundu, í sól og blíðu. Skoðuðum sveit sem við höfum alltaf brunað um á þjóðvegi númer eitt og aldrei staldrað við til að skoða. Nú bættum við um betur og jukum við í safni okkar þá vegarslóða og spotta sem við höfðum aldrei farið um áður.
Nú er alvaran alveg að fara að taka við. Á betra máli: Nú tekur alvaran við.
Sumarleyfinu er lokið.
Allir komnir heim til sín og komnir í startholurnar fyrir haustið.
Ég byrja að synda í fyrramálið.
7.8.2008 | 16:23
Íslenskir víkingar
"Can I go all by myself?" spurði Lúkas Þorlákur með undrun í stóru augunum sínum þegar honum var sagt að hann mætti fara til Jónasar. Við vorum búin að komast að því að hann rataði þangað heim en Jónas býr í ca. 150 m fjarlægð. Nanna elti hann til að vera viss um að piltur færi í rétt hús sem hann og auðvitað gerði.
Nú er eins gott að pabbi hans frétti þetta ekki því Svava Rán heldur að krakkinn yrði tekinn af henni og Dave myndi skilja við hana.
Lúkas fær ekki að vera einn í bakgarðinum heima hjá sér hvað þá að fara á milli húsa einn.
Enda ölum við upp sjálfstæða víkinga.