Menning og silfur

Við, Simmi minn, tókum þátt í menningarnótt eins og við höfum gert undanfarin ár með vinum okkar. Það var allt tilbúið, búið að krossa við ákveðna átburði sem okkur fannst vert að sjá og njóta. En einhvern veginn æxlaðist nú allt þannig að við sáum ekkert af því sem við ætluðum að sjá og gerðum eitthvað allt annað.

Skemmtum okkur samt konunglega.

Vöknuðum svo auðvitað snemma og horfðum á frábæru silfurstrákana okkar spila handbolta í Peking.

Er rétt búin að kyngja kekkinum og strjúka tárin í burtu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Við mæðgur grétum sko líka...karlarnir okkar nenntu ekki að horfa.

Sigþrúður Harðardóttir, 24.8.2008 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband