Silfurstrákar og gullforseti

Ég held að forseti vor hafi fengið nokkur prik hjá mér í kvöld eftir að hafa verið í viðtali í Kastljósinu. Hann gat kastað formlegheitunum og verið maður, venjulegur maður. Mig vantaði svoleiðis forseta. Núna má hann, mín vegna, eiga heima á Bessaastöðum eins lengi og hann vill.

Það var gaman að vera Íslendingur í dag.

Gaman að fylgjast með móttöku silfurstrákanna okkar.

Kökkur í hálsi og tár á hvarmi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Hann var afskaplega fínn í þessu viðtali og flott hvernig hann talaði um hrifnæmi Dorritar.  Mér finnst líka alveg með ólíkindum þessar ræður sem maðurinn heldur alltaf blaðlaust.  Stórmerkilegt !!

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 28.8.2008 kl. 18:29

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Hann er nú ekki að byrja í þessu hann Ólafur, mér fannst hann ekkert öðruvísi en ég hef séð hann svo oft áður. Vissulega hefur hann alltaf verið að eflast, ef eitthvað er.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 29.8.2008 kl. 14:46

3 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Mér fannst hann líka flottur og hér á bæ ræddum við einmitt um þetta ,,blaðaleysi". Snilld að geta þetta...en vissulega líka þjálfun.

Sigþrúður Harðardóttir, 31.8.2008 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband