Skemmtilegar minningar

Á minningarhátið um Gunnar Markússon, fyrrum skólastjóra í Þorlákshöfn, vegna 90 ára ártíðar hans voru fluttar skemmtilegar ræður og ýmislegt rifjað upp frá tíð hans. Ég dáist að minni þessara kappa sem þarna töluðu. Mér finnst ég ekkert muna sem vert væri að segja frá.

Ég mundi samt allt í einu eftir því að einu sinni firrtist ég við Gunnar, nokkur augnablik. Það var á meðan ég var enn í Kennó. Ég átti að velja mér skóla vegna viku æfingakennslu. Ég vildi helst fara í Grunnskólann í Þorlákshöfn en það var aðallega vegna þess að þá gæti ég hitt kærastann minn á hverju kvöldi þegar hann kæmi í land.

Æfingakennarinn minn talaði við Gunnar til að fá pláss fyrir mig en Gunnar vildi mig ekki. Ég varð hundfúl en þegar kennarinn minn útskýrði afstöðu Gunnars gat ég ekki annað en verið ánægð. Hann ætlaði nefnilega að krækja í mig sem kennara um leið og ég útskrifaðist og vildi auka víðsýni mína með því að ég tæki æfingakennsluna annars staðar. Bekkjarsystir mín fór til Þorlákshafnar en ég á Selfoss.

Þetta þakkaði ég Gunnari seinna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Mér þótti þetta mjög skemmtileg stund og vel til fundið að rifja upp minningabrotin á þessum degi.

Sigþrúður Harðardóttir, 19.10.2008 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband