Ristill

"Ertu ekki með verki með þessu?" spurði læknirinn minn mig í morgun, þegar hann hafði greint mig með ristil.

"Ha, verki?" hváði ég alveg bit. "Eru þetta verkir vegna ristilsins sem hafa hrjáð mig undanfarna daga?"

"Það fylgja þessu oft verkir og geta varið löngu eftir að ristillinn hverfur," tjáði læknirinn mér.

Ég fór inn á doktor.is, um leið og ég gat og las allt um ristil og hann hafði rétt fyrir sér samkvæmt upplýsingum þar.

Ég skyldi ekkert í því í gær hvernig mér leið. Ég reyndi að skilgreina verkina sem ég hafði í baki og hálsi og var komin á þá skoðun að nú hefðu vöðvabólgan, vefjagigtin og harðsperrur, vegna nýrrar hreyfingar, blandast saman í einn hrærigraut, bætt 50% við og sest að í líkama mínum.

Nú veit ég betur.

Ég er með ristil.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eg oska ther gods bata Gunna min.

Thetta er EKKI gott.

Bardur (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 19:30

2 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Já, manstu í gærmorgun að ég tók eftir því að þú varst að kveinka þér vegna verkja í öxlum! Það var þá ristil-drusla.

Jakob minn fékk ristil um daginn (sem kom af stað hlaupabólufaraldri - sama veiran) og hann fékk magaverk, höfuðverk og hitavellu með þessu.

Sigþrúður Harðardóttir, 16.10.2008 kl. 20:22

3 Smámynd: Guðrún S Sigurðardóttir

Akkúrat. Ég hélt að vöðvabólgan hefði blossað og kenndi vitlausum sundtökum um. Nú veit ég að ég kann alveg að synda rétt, ég þarf bara að læra það að vera með ristil!!

Guðrún S Sigurðardóttir, 16.10.2008 kl. 23:11

4 Smámynd: Guðrún S Sigurðardóttir

Takk, Bárður minn!

Guðrún S Sigurðardóttir, 17.10.2008 kl. 10:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband