Barnapíur í útlöndum

Lúkas var sofnaður í sófanum þegar við komum  á mánudagskvöld enda komið langt fram yfir hans háttatíma. Svava Rán og Dave gengu úr rúmi fyrir okkur þannig að eldsnemma næsta morgun skreið hann upp í til okkar. Okkur fannst nú ekki leiðinlegt að fá hann til okkar og honum leiddist það ekki heldur að við værum í rúminu. Hann tekur okkur opnum örmum og það er ekkert mál fyrir hann þó svo foreldrar hans fari til vinnu á morgnana og við Simmi minn sjáum um hann allan daginn. Hann tekur Nönnu líka njög vel en við buðum henni með. Við höldum að það sé auðveldara að passa tvö börn heldur en eitt. Svo talar Nanna líka ensku sem gerir þeim frændsystkinunum auveldara fyrir með samskipti.

Við gerum ýmislegt til að hafa ofan af fyrir börnunum eins og að fara í bæinn, á róló, í risa boltaland, sólbað í garðinum og í ýmsa leiki. Svo höfum við tölvur og sjónvarp.

Í dag stendur til að fara í sund.

Hitastigið hér er 23-25 stig og hann spáir enn heitara næstu daga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Gaman í ömmuleik !! Og frábær hugmynd að hafa Nönnu með,-þá tengjast þau góðum böndum.

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 26.7.2008 kl. 01:08

2 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Gaman, gaman! Gangi ykkur vel og njótið stundanna með börnunum

Sigþrúður Harðardóttir, 27.7.2008 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband