Hundblautar

Nanna, ömmustelpa, fór með mér í morgun í heilsubótargönguna. Hún á skóm með hjólum undir en ég á skóm sem ég týndi en fann sem betur fer aftur. Við fórum af stað í blíðskaparveðri. Við leiddumst alla leiðina, þannig að ég dró hana á hjólaskónum og tók skokkspor þar sem hallaði undan fæti. Mér leið hreint ekki eins og nýorðin fimmtíu og átta þær sekúndurnar. Ég vona samt að enginn hafi séð aðfarirnar. Þurfti stundum að skipta frá vinstri hönd og yfir í hægri og svo öfugt vegna gigtarverkja. Leið þær sekúndurnar eins farlama gamalmenni.

Jamm, það skiptast á skin og skúrir, í orðsins fyllstu merkingu. Við komum heim eins og hundar af sundi dregnar þrátt fyrir að hafa hlaupið inn í skóla til að skýla okkur smá stund.

En, eins og máltækið segir: Enginn er verri þó hann vökni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband