Hvað mannannabörn hafast að

Í bakgarðinum hjá mér í dag var hin víðfræga mæjorkasteik.  Ég fattaði það þegar ég  fékk  skyndilega löngun, eftir hádegið, að ganga um landareignina mína og athuga hvernig trén hefðu það. Þá fann ég að sólin var heit og í skotinu, sem snýr í suðvestur, var þvílík sól og sæla. Ég settist í gamlan sólstól, sem Simmi minn,  hafði borið út úr skúrnum fyrir nokkru síðan, og lét sólina hita á mér fésið. Ummm, hvað það er gott.

En af því ég hafði ákveðið að elda japanskan kjúklingarétt handa Vesturgötuliðinu gat ég ekki setið endalaust í sólbaði. Skaust þó út á milli þess sem ég ristaði möndlur, sesamfræ og núðlur. Var að vona að ég fengi smálit á andlitið. En þar sem ég hafði ákveðið að hafa nýbakað brauð með réttinum varð ég að skjótast inn og hnoða deig. Gat samt látið þá gulu skína á mig á meðan deigið hefaðist.

Sá japanski sló í gegn. Eftir matinn slúðruðum við tengdadótla á meðan töffarinn las vampírubók sem föðursystir hans á enn á æskuheimilinu, doktorinn ætlaði að taka fréttirnar en svaf líklega yfir þeim, vaknaði og hélt fyrirlestur um fiskeldi á Íslandi, ömmustelpa og Jara vinkona hennar hönnuðu jeppa úr Legokubbum.

Það er misjafnt hvað mannannabörn hafast að.

Simmi minn á Vopnafirði, á kafi í snjó, og dótla að dútla með ömmu og afa út um allar trissur í Wales í 20 stiga hita.

Lífið er dásamlegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Hei, á ekki að koma með uppskrift góða mín ;)

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 27.4.2008 kl. 23:19

2 Smámynd: Guðrún S Sigurðardóttir

Ég verð að spyrja Guðlaugu (hennar Settu) hvort ég má.......

Guðrún S Sigurðardóttir, 27.4.2008 kl. 23:22

3 identicon

Þessa uppskrift má einnig finna í Gestgjafanum. Minnir að það sé klúbbablaðið sem Ólína var í.

Magnþóra (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 08:13

4 Smámynd: Guðrún S Sigurðardóttir

Jú, mikið rétt. Uppskriftina má finna á bls. 16 í 12 tbl. 2007.

Guðrún S Sigurðardóttir, 28.4.2008 kl. 18:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband