Leikhúsið

DD0FB97FD9FBVið sinntum listagyðjunni í gær og fórum í leikhús. Við sáum söngleikinn Ást sem sýndur er í Borgarleikhúsinu. Ég hef sjaldan skemmt mér eins vel í leikhúsi. Þetta er alveg stórskemmtileg sýning og í orðsins fyllstu merkingu þá grenjaði ég úr hlátri, mörgum sinnum. Þó að sýningin sé fyndin er hún um leið um leið sorgleg þannig að það hrærði dálítið upp í tilfinningunum.

Ást er samstarfsverkefni Borgarleikhússins og Vesturports og fjallar um ástir og daglegt líf heimilismanna á elliheimili. Þar sem maður er komin á þann aldur að vera farin að velta fyrir sér elliárunum þá sá maður sjálfan sig í hlutverki þarna. Ég var þessi sem vill alls ekki búa í herbergi með ókunnugri konu og Simmi var gamli kallinn sem var alltaf að klípa hjúkkuna í rassinn og gekk með Hustler blað í vasanum.

Þarna var skemmtileg blanda af gamalreyndum leikurum, skemmtikröftum og fólki sem aldrei hefur stigið á svið áður. Í kórnum söng ein frænka Simma, hún Jóa Bald, og sagði hún okkur eftir sýninguna að þetta væri 79. sýningin og að sér þætti þetta mjög skemmtilegt og frábært að hafa fengið tækifæri til þess að vera með. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband