28.6.2007 | 23:42
Misskilningur
"Við eigum nóg af fötum til að blanda í," sagði ég við Simma minn þegar við vorum búin að kaupa okkur múrblöndu í Múrbúðinni til þess að gera við múrskemmdir á húsinu okkar. Við vorum komin út í bíl og á leiðinni á næsta áfangastað.
Simmi leit á mig með furðulegan svip á andlitinu og tautaði:"Fötum, jakkafötum, blanda hvað? Erum við að fara eitthvað?"
Hann var greinilega ekki að pæla í múrblöndu í plastfötu heldur datt honum partý í hug.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Alltaf ready, svona eiga sýslumenn að vera...
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 3.7.2007 kl. 00:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.