Þegar kynslóðir mætast

Ég fór óvenjusnemma á fætur í morgun. Tilefnið var að fara í höfuðborgina og leika mér við Nönnu ömmustelpu fyrir hádegi. Þegar við vorum búnar að ræða dálitla stund um baby born þá setti sú stutta disk í græjuna af því hún vildi leyfa mér að heyra uppáhaldslag sitt um  þessar mundir. Áður en ég vissi sjálf af hoppaði ég um gólfið fram og til baka og notaði til þess öll gömlu eróbikksporin sem ég notaði í den þegar við Anna Lú  vorum með stelpurnar okkar í Þolló á fullu í þolfimi.

Lagið sem Nanna spilaði var einmitt í sama "bíti" og við notuðum þegar allt var komið á fullt skrið. Brennslan á fullu og allt að gerst í líkamanum. Hávaði og fjör og svitinn lak í stríðum straumi.

Þegar fortíðarþráin bráði af mér og ég komst aftur til nútíðar leit ég á ömmustelpu og bjóst við að sjá furðu- og hneykslunarsvip í andlitinu á henni. Það var öðru nær. Hún ljómaði.

"Amma, þetta eru alveg eins spor og við notum í upphitun í Kramhúsinu."

Það eru bara fimmtíu ár og fjórtán dagar á milli okkar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

ohhh, en sætt

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 27.6.2007 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband