Ekkert sólbað

Ég var harðákveðin í því þegar ég fór að sofa í gærkvöldi að ég skyldi ekki eyða minni tíma í dag í sólbað en í gær. Var búin að  ákveða hvaða bók ég tæki með mér í sólbaðið og búin að finna til krossgátur, sudokur og blýanta. Teppið og púðinn bíða úti á grasi frá því í gær. Þess vegna varð ég fyrir gífurlegum vonbrigðum þegar ég hafði sprottið eins og stálfjöður upp úr bólinu og varð litið út um gluggann áður en ég klæddist ósæmilega bikinu mínu. 

Það er ekkert að marka veðurspár.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Víst kom hún sólin.
Hvernig gengur með gátuna?
Kveðja,
Ingibjörg

Ingibjörg (IP-tala skráð) 10.7.2007 kl. 19:41

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Ekki trúi ég að þú hafir þurft að bíða í margar mínútur eftir að þetta var skrifað hjá þér, þar til þú gast varið að valda tjóni á húðinni....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 11.7.2007 kl. 11:28

3 Smámynd: Guðrún S Sigurðardóttir

Var aðeins of fljót að fara í fýlu, en fýlan fór um leið og sólin fór að skína og ég gat lagst út!

Guðrún S Sigurðardóttir, 11.7.2007 kl. 15:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband