Í sumarfríi

Ég er búin að fara í útilegu núna þrjár helgar í röð. Mér finnst eins og það sé orðin vinnan mín. Virka daga vafra ég um og reyni að finna mér almennilegt að gera svo ég drepist ekki úr samviskubiti yfir því að hafa það svona gott.  Það hefur tekist mjög vel hjá mér. Til að sefa samviskuna þá þríf ég eitt og eitt herbergi þegar ekki viðrar til útiveru.

Mér finnst nefnilega svo gott að sofa frameftir og eyða deginum í krossgátur og sudokur og vafra á netinu og liggja í leti og lesa bækur og hlusta á útvarpið og glápa á imbakassann og vera í sólbaði. Þetta hljómar ekki eins og að um innihaldsríkt líf sé að ræða en á meðan ég þríf sæmilega í kringum mig og veit að þetta ástand varir aðeins um nokkurra vikna hríð þá er ég alsæl.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband