Heimakynning

Það hefur áreiðanlega verið nokkuð klókur sálfræðingur sem fann upp sölumennskuna að selja konum hitt og þetta í heimahúsum. Við þetta sparast húsnæði fyrir verslunina og allt sem því fylgir að reka húsnæði, laun starfsfólks, auglýsingar, gluggaútstillingar og margt fleira. En aðalsálfræðitrikkið er að fá fólk saman og hlusta á kynningu á hinni frábæru vöru sem er verið að selja og múgæsingin byrjar.

Ég ætti til dæmis ekki fulla skápa af Tuppervare nema af því ég lét telja mér trú um það að það væri ekki hægt að búa nema eiga hitt og þetta frá Tuppervare.

Ég hefði aldrei keypt mér rauðu háhæluðu skóna úti í búð. Ég á þá af því var á heimakynningu á skóm.

Ég hefði aldrei keypt handáburð og rakspíra fyrir 7500 kr. nema af því ég var Volarekynningu.

Ég fór að pæla í þessu eftir að ég var á heimakynningu á fatnaði í gærkvöldi og fylgdist með konunum máta fötin.  Konurnar hrósuðu hver annarri fyrir það hve flottar þær væru, hvað þær sýndust grennri og hvað þetta klæddi þær vel.  Þannig að þær verða allar að svakalegum sölumönnum án þess að gera sér grein fyrir því. Sölumönnum sem fatafyrirtækið borgar ekki fyrir.

Klók sölumennska.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið rétt hjá þér. Gestirnir á kynningunni eru bestu sölumennirnir! Maður þarf ekkert að hafa fyrir þessu. Bara starta samræðum um vöruna og hókus pókus!

Magnþóra (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 11:49

2 Smámynd: Guðrún S Sigurðardóttir

Já, þú þekkir þetta!!

Guðrún S Sigurðardóttir, 21.6.2007 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband