20.6.2007 | 00:11
Kvenréttindadagurinn
Ég skil ekki alveg hugmyndina með bleika litinn en ef það hjálpar í jafnréttisbaráttunni þá var ég með bleikt naglalakk í dag, líka á tánöglunum.
Ég veit í þessum orðum er hljómur af beisku vonleysi. Síðan ég man eftir mér hefur kvennabarátta staðið yfir og ég tekið þátt í henni en svo ótrúlega lítið áunnist. Mér finnst það eiginlega kaldhæðni þegar konum er óskað til hamingju með að hafa fengið kosningarétt á þessum degi árið 1915. Hvernig mátti það vera að konur máttu ekki kjósa? Það virðist bara enn þann dag í dag svífa yfir vötnunum hugsun fyrri alda. Því miður.
Ég veit að ég verð að segja áfram stelpur, ég veit að það má ekki láta deigan síga.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.