Sjómannadagurinn

Sjómmannadagurinn 2007 Ég var stolt af Simma mínum í morgun þar sem hann var ræðumaðurinn í sjómannadagsmessunni í Þorlákskirkju. Hann hefur stundum gantast með það að það hlyti að vera fínt að vera prestur alla vega langaði hann að geta predikað. Séra Baldri hefur kannski borist þetta til eyrna einhvern tímann því hann hringdi í Simma og sagði honum að vera ræðumaður, hann bað hann ekki. Simma fannst þetta auðvitað heiður og sagði já. Ræðan varð til á Mallorka. Þar voru skráðir nokkrir punktar á blað en aðallega talaði hann blaðlaust. Þemað hjá honum var sjómennska og hans minningar um sjóróðra og það að alast upp með þorpi frá fyrstu tíð en Þorlákshöfn og Simmi minn eru jafngömul.

Sjómmannadagurinn 2007 006Að messu lokinni báru, tengdapabbi, KalliSjómmannadagurinn 2007 006 Karls og Pétur Frikk, gamlir aflakóngar báðir tveir, út úr kirkjunni blómsveig  og lögðu að minnismerki um drukknaða.

Það er alltaf gott að koma í Þorlákskirkju. Kirkjan er björt og  falleg. og sér út á haf úr gluggum hennar sunnan megin. Eins og svo oft áður tók sólin að skína á meðan á messunni stóð.

Simmi endaði ræðuna sína á ljóði eftir Kristján frá Djúpalæk.

 

Þorlákshöfn

Þig hyllum við Þorlákur helgi

þótt högum og tækni sé breytt 

þíns nafns hefur verstöð hér notið

þá náð hefur guð henni veitt.

 

Þú himneski faðir og herra

við heitum uns líf okkar þverr

að reynast þess verndara verðir

sem var okkur settur af þér.

 

Við búum við brimgnúnar strendur

vor björg er í hafdjúpið sótt

um heiðríka hásumardaga

og heldimma skammdegisnótt.

 

Við heitum á heilagan Þorlák

í hamingju þrautum og sorg

á aldanna rústum og reynslu

skal reist okkar framtíðarborg.

 

Ó, verndaðu veiðistöð þína

og vak yfir sjómannsins hag

og leið þú hann heilan af hafi

til hafnar með feng sinn hvern dag.

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Hann var góður kallinn, helv.... mikið sjálfum sér líkur...

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 3.6.2007 kl. 23:42

2 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Ég frétti að hann hefði verið flottur...átti sjálf ekki heimangengt, því miður.

Snjallt hjá honum að lesa Þorlákshöfn, frábært ljóð. Og ég var spurð í gær af hverju við værum alveg hætt að syngja þetta. SKoðum það í haust. Það væri líka flott hjá kirkjukórnum að æfa þetta upp og syngja alltaf á sjómannadaginn. Vel við hæfi.

Sigþrúður Harðardóttir, 4.6.2007 kl. 14:22

3 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Ég var mjög ánægður með flutning og innihald og messuna í heild og þessa nýju hefð að halda á sveignum út að merki. Gott að hafa varprédikara. Kv.

Baldur Kristjánsson, 4.6.2007 kl. 18:06

4 Smámynd: Baldur Kristjánsson

varaprédikara, fyrirgefiði!

Baldur Kristjánsson, 4.6.2007 kl. 18:06

5 identicon

Efast ekki um að ræðan hafi verið góð og þarna hefur hann Simmi þinn verið á réttri hillu. Við lögðum af stað á sunnudaginn niður í Þorlákshöfn með barnabarnið og ætluðum að upplifa sjómannadags stemmingu og skoða bátana ( eins og í gamla daga ) Það byrjaði þvílíkt að rigna er við vorum komin á móts við Haga að við snérum við hið snarasta,  enda ekkert gaman né neitt að sjá í mígandi rigningu og hávaðaroki. Fór heim í staðinn og bakaði vöfflur og bauð mínu fólki  , landkröbbunum ( mömmu og pabba, Emmu og Co ) í sjómannadagskaffi í þóristúninu. 

Eygló Lilja (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 17:22

6 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þar slóstu af þér Eygló, messan hefði bjargað deginum. Þú bara mannst það næst...

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 5.6.2007 kl. 21:11

7 Smámynd: Guðrún S Sigurðardóttir

Eygló mín, ég vildi að ég hefði vitað að þú lagðir af stað, ég hefði hvatt til þess að koma alla leið, eins og frændi minn Haddi, og við hefðum getað gert gott úr deginum, þrátt fyrir skítaveður. Við vonum bara að guð og góðar vættir gefi gott veður næsta sjómannadag og við förum saman í siglingu með barnabörnin okkar en ég ætla samt að vona að við hittumst áður. Nanna mín (7ára) er búin að bíða í tvö ár eftir siglingu og Lúkas (3 ára) er farinn að biðja afa um að gefa sér bát!! Þetta hlýtur allt að bresta á.

Guðrún S Sigurðardóttir, 5.6.2007 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband