Á sólarströnd

Mallorka 2007 018Það voru ekki ýkja flókin markmiðin sem við, Simmi minn, settum okkur þegar við ákváðum að eyða einni viku á Mallorka. Markmiðin voru að sleikja sólina, liggja á ströndinni, sulla í sjónum, borða góðan mat og drekka góð vín. Við náðum þessu með léttum leik.

Það hefur aldrei hvarflað að mér að fara í letilíf til útlanda á skólatíma. Ætli ég hafi ekki haldið að skólinn gæti ekki gengið án mín. En nú venti ég mínu kvæði í kross, fann út þennan möguleika að komast í burtu einmitt þessa viku og lét slag standa.  Þegar maður hefur verið svona lengi í þessum bransa, eins og ég, þá breytist hugsunin aðeins. Mér fannst að  það hlyti að vera í lagi einu sinni á 36 ára ferli að fara í eina viku í burtu. Það getur aftur verið verra fyrir börnin að fara í frí á þessum tíma. Þau missa meira en kennarinn. Ég var alveg hissa hvað ég sá mörg börn á ferð með foreldrum sínum. Ein mamman sagði við mig að prófin hefðu verið búin og þá fannst henni í lagi að fara með börnin í frí en þá eru einmitt vordagarnir eftir sem margir foreldrar kalla leik- og föndurdaga. Þeir gera sér ekki grein fyrir allri vinnunni sem kennararnir eru búnir að leggja á sig við að undirbúa "öðruvísi" daga með börnunum sem eru ekki hvað síst mikilvægir í uppeldinu.

Við komum heim eins og brenndir snúðar og vel afslöppuð. Ég gæti alveg hugsað mér að lengja sumarið svona á hverju ári, helst í báða enda.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Frábært hjá ykkur. Ég hlýt að öðlast þennan þroska á næstu 16 árum (ég er bara búin að vera 20 ár í bransanum!)...skil sko alveg hvað þú átt við. En það er enginn ómissandi og satt að segja saknaði ég þín meira í óvissuferðinni heldur en vordagavikunni Ég held að allt hafi reddast þokkalega án þín! Skrýtið!!

Sigþrúður Harðardóttir, 3.6.2007 kl. 10:40

2 Smámynd: Guðrún S Sigurðardóttir

Það munaði mjóu að ég næði óvissuferðinni. Ég ætlaði að hitta ykkur en vegna 5 klukkutíma seinkunnar á flugi missti ég af öllu. Ég græddi líka í staðinn 5 klukkutíma í sólbaði!

Guðrún S Sigurðardóttir, 3.6.2007 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband