24.5.2007 | 19:40
Hafnarsandur og brúðkaupsafmæli
Þegar maður hefur verið giftur sama kallinum í 35 ár og átt hann fjórum árum betur, er tilefni til að fagna. Eða svo finnst mér.
Við höfum lítið breyst (eða þannig) en umhverfið sem við hrærumst í dags daglega hefur tekið stakkaskiptum. Ef þessi mynd hefði verið tekin á brúðkaupsdaginn hefði bakgrunnurinn verið kolsvartur (en ekki frakkarnir okkar). Svartur sandur. Nú er Hafnarsandurinn uppgróinn og hvern hefði órað fyrir því fyrir nokkrum áratugum.
Á þessum árum okkar höfum við vaxið og dafnað eins og gróðurinn á sandinum og vonandi orðið betri manneskjur eins og sandurinn hefur orðið blíðari að búa við.
Já, við ætlum að fagna þessum tímamótum í lífi okkar og halda hátíð.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:02 | Facebook
Athugasemdir
Til hamingju. Það er gott að einhverjum líður sæmilega. kv. B
Baldur Kristjánsson, 25.5.2007 kl. 21:21
Hmmm, lítið breyst segirðu, næsta færsla hér á undan bendir nú til annars, vonandi hefur kolestrolið ekki verið svona hátt í 35 ár ??
Annars get ég tekið undir þetta allt hjá þér, til hamingju,enn og aftur og gleðilega hátíð... (Er "Karnabæjargallinn" til ennþá?)
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 26.5.2007 kl. 11:28
Til hamingju! Þið eruð heppin að eiga hvort annað. Passið þið bara kólesterólið svo þið eigið önnur 35 ár saman
Sigþrúður Harðardóttir, 28.5.2007 kl. 22:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.