Kólesteról

kolhjartanslyst"Þú  hefur greinilega verið að borða feita síðubita alla ævi," sagði læknirinn minn við mig þegar ég hringdi í hann til þess að fá niðurstöður úr blóðprufu sem ég fór í á dögunum. Mér brá nú heldur við þessa staðhæfingu því hún þýddi að blóðprufan hafi sýnt allt annað en ég var að vona. En læknirinn minn er húmoristi þannig að fór ekki alveg á taugum.

Ég dreif mig, sem sagt, um daginn í kólesterólmælingu. Ég ætlaði að vera búin að því fyrir löngu en framtakssemin er ekki alltaf hundrað prósent hjá mér. Það er vegna ættarsögu minnar sem ég ætlaði að vera búin að þessu. Mamma greindist með kransæðasjúkdóm 55 ára gömull og þurfti þá að fara í hjartaaðgerð.

Blóðprufan sýndi að kólesterólið mitt er 8. "Það er alltof hátt," sagði læknirinn "þú verður að taka mataræðið í gegn."  Þar sem ég hef verið að pæla í mataræði síðan ég var 17 ára og er alltaf að taka það í gegn fannst mér þetta bara skondið. Ég er fyrir löngu búin að taka af mér ýmislegt eins og sósur og kex og kökur, majones, egg og rækjur. Það hef ég gert af því ég veit að þetta er kólesterólaukandi . En hef samt á hátíðis- og tyllidögum sett þetta ofan í mig og kannski eru þeir dagar of margir í mínu lífi. Ég veit ekki. Eina dýrafitan sem ég veit að ég borða of mikið af er sú fita sem ég fæ úr osti. Ég borða mikið af feitum osti því magur ostur er eins og skósólar. Nú fer feitur ostur af matseðlinum líka og léttmjólk breytist í undanrennu.

Við morgunsundið bætist hálftíma ganga á hverjum degi og svo er að bíða í nokkrar vikur og fara aftur í mælingu og vona það besta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og eta barnamagnil góða mín,- og lýsi,- og brokkolí og drekka smá rauðvín með ;)

þHELGA (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 20:42

2 Smámynd: Guðrún S Sigurðardóttir

Ég er byrjuð á lýsinu og hef alltaf borðað mikið af brokkólí. Það þurfti nú ekki að minna mig á rauðvínið en ég vissi ekki þetta með barnamagnylið. Takk, Helga mín fyrir ábendinguna!

Guðrún S Sigurðardóttir, 2.6.2007 kl. 21:33

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Enn ein sem þarf að reka til að taka lýsi, virðist vera voða algengt með konur, veit ekki hvers vegna. Ég kom með Sellýsi (Polarolja) frá Noregi einhverntíman, sem nú fæst hér um allt, auk þess að hafa þann kost að vera alveg bragðlaust, (sem konum finnst mikill kostur við lýsi víst) þá hentaði það mjög vel á liðagigt og kristín fann mun á höndunum strax.

Ég get hinsvegar sagt þér að þegar ég fór síðast til Dr. Ugga merkti hann einhverjar voða fínar breytingar á kolestrolinu sem áttu sér engar frambærilegar skýringar, alls engu hafði verið breytt og það eina sem hægt var að láta sér til hugar koma var að á morgnana, á eftir lýsinu hef ég tekið LGG í enhver 4 ár og nú tel ég uppá að það sé málið..... 

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 5.6.2007 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband