Krossgátufólk

 krossgátaÉg fór til Reykjavíkur í kvöld og skellti mér á bar. Ekki til þess að drekka bjór heldur til þess að ráða krossgátur. Já, það er farið að gera það á börum. Milli 30 og 40 manns var þarna mætt til þess að taka þátt í krossgátukeppni.  Ég er ekki sú eina sem get varla beðið eftir sunnudagsmogganum með sunnudagskrossgátunni, það er fullt af öðru jafn skrýtnu fólki.

Hópurinn sem ég var í vann ekki keppnina en við stóðum okkur samt vel.

Ég leit yfir hópinn til þess að finna út hvers konar fólk þetta væri, sem mætti á bar til þess að ráða krossgátur en ég fann ekki neitt sameiginlegt nema hvað allir voru mjög gáfulegir.

Ég vona að ég hafi ekki stungið mjög í stúf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

En sniðugt! Ég gæti hugsað mér að taka þátt í svona keppni Hvar eru þær haldnar?

Margrét St Hafsteinsdóttir, 10.5.2007 kl. 00:50

2 Smámynd: Guðrún S Sigurðardóttir

Á Næsta bar annan miðvikudag hvers mánaðar. Það er reyndar komið sumarfrí núna en mun byrja aftur í haust. Fylgstu með á www.krossgatan.is

Guðrún S Sigurðardóttir, 10.5.2007 kl. 09:58

3 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Takk fyrir upplýsingarnar

Margrét St Hafsteinsdóttir, 10.5.2007 kl. 12:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband