Alvarlegt minnisleysi

Ég  varð mjög pirruð út í sjálfa mig, þegar ég hafði sníkt mér far yfir fjallið til Reykjavíkur, til þess að sækja vinnubílinn hans Simma míns og uppgötvaði það þegar ég stóð á Vesturgötunni, þar sem bíllinn var, að ég hafði gleymt bíllyklunum heima.

Ég varð mjög pirruð út í sjálfa mig þegar ég ætlaði að snara mér í kápuna mína á leið minni til Reykjavíkur, daginn eftir, með elsta barnabarnið í fótboltakeppni þegar ég uppgötvaði að kápunni hafði ég gleymt heima hjá honum daginn áður.

Ég varð mjög pirruð út í sjálfa mig þegar ég var á leiðinni til Reykjavíkur með fötin sem elsta barnabarnið hafði gleymt hjá mér, daginn þar á eftir,  þegar ég í hugsunarleysi sveigði aðeins af leið og var allt i einu á leið til Hveragerðis í stað þess að fara undir brúna við mislægu gatnamótin við Þrengslaveg og Suðurlandsveg.

Ég var orðin hálf gáttuð á sjálfri mér þegar ég ætlaði að taka kápuna með mér inn þegar ég kom heim úr þeirri Reykjavíkurferðinni og uppgötvaði að ég hafði aldrei farið með kápu með mér. Hún hékk í forstofunni heima hjá mér.

Ég held að það sé eitthvað alvarlegt að ske í heilabúinu á mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jæja góan,- hefur þú heyrt um adhd ?  eða amk. add ?

ÞHelga (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 18:43

2 Smámynd: Guðrún S Sigurðardóttir

ADHD já...en hvað er ADD?

Guðrún S Sigurðardóttir, 9.5.2007 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband