7.5.2007 | 20:00
Enn af feitu fólki
Pistill Gísla Kristjánssonar frá Osló í dag var vatn á mína myllu. Hann ræddi um þá minnihlutahópa sem enn "má" hæðast að og grínast með. Hann talaði fyrst um reykingafólk. Það má hvergi reykja nema heima hjá sér en reykingafólk býr við þá staðreynd að fasteignasalar vilja ekki selja húsin þeirra ef reykingalykt finnst í þeim.
Hinn minnihlutahópurinn er feitt fólk. Gísli talar um síðasta minnihlutahópinn. Það er enn hæðst að því og það látið skammast sín fyrir útlitið. Feitt fólk hefur þann stimpil á sér að geta ekki stjórnað sér. Það borðar of mikið og hreyfir sig of lítið. Feitt fólk er heimskara en grannt. Feitt fólk á erfitt með að fá vinnu því granna fólkið gengur fyrir. Feitt fólk getur skaðað ímynd fyrirtækja.
Hommar og lesbíur hafa gengið fram fyrir skjöldu og sagt:" Svona erum við og við höfum ekkert að fela." Feitir eiga eftir að kasta víðu felufötunum og segja slíkt hið sama.
Ég hlustaði á pistilinn í bílnum á leið minni heim úr höfuðborginni þar sem annað erindi mitt þangað var að kaupa mér bikini sem ég og gerði.
Nú er spurningin hvort ég þori að ganga fram fyrir skjöldu og spranga um í bikini með kellingabumbuna framan á mér og fellingar hér og þar eða hvort bikinið fer bara inn í skáp.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.