Megi feitir fá að vera feitir í friði

Ég hef ekki heyrt um megrunarlausa daginn fyrr en ég las um hann í aukablaði sem fylgir Fréttablaðinu í dag. Hann ku hafa verið stofnaður 6. maí 1992 af konu nokkurri sem heitir Mary Evans Young. Það hefur verið fyrir þann tíma sem hún dótla mín ákvað að berjast fyrir tilverurétti feitra manna og kvenna. Ég held að henni hafi ekki orðið mikið ágengt en hefur núna loksins fengið skoðanasystkini.

Loksins er talað um að fólk geti verið mismunadi í vextinum. Allir viðurkenna mismunandi hæð á fólki en allir eiga að vera grannir. Útlitsdýrkunin hefur náð svo mikilli rótfestu að lítil börn eru farin að pæla í fitu og megrun. Allir eiga að  vera steyptir í sama mótið hvernig svo sem þeir eru gerðir. En það er nú samt svo að grannt fólk er líka óánægt með sitt útlit. Það er alltaf hægt að finna eitthvað sem betur mætti fara.

Okkur er sagt á hverjum degi hvernig við eigum að líta út og hvernig við eigum að fara að því að líta sem best út. Það er nóg að fletta dagblöðum, þá blasir ímyndin við. Og ef við kaupum ekki ákveðin krem sem hæfa húð okkar, verðum gömul og hrukkótt langt fyrir aldur fram.

Ég ákvað eftir lestur aukablaðsins, sem heitir Líkamsvirðing, að hætta við öll áform um að reyna að grenna mig í svörtu uppáhaldssparibuxurnar mínar og flottu gallabuxurnar enda veit ég af fyrri reynslu að ég get það ekki. Ég ætla að henda þeim og kaupa mér nýjar, stærri og þægilegri.

Ég las líka með áfergju grein  í Mogganum, um rokksveitina The Gossip en hún hefur á að skipa íturvaxinni  söngkonu, Beth Ditto að nafni, sem er alveg sama þó hún sé feit og með fellingar.

Megi allir dagar vera megrunarlausir dagar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Heyr, heyr!

Sigþrúður Harðardóttir, 6.5.2007 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband