4.5.2007 | 01:15
Það er bara einn flokkur á Íslandi...
... sem kann að tala af skynsemi um mál.
Þetta hljómar enn í haussnum á mér eftir konukvöld Samfylkingarinnar sem ég var á á Selfossi. Þeir félagar Gummi Steingríms og Róbert Marshall voru gestir á konukvöldinu, einu karlarnir fyrir utan nokkra þjóna, og sungu Samfylkingarlagið fyrir okkur. Lagið er hið fræga Mrs. Robinson en textinn er pólitískur hvatningartexti í létttum dúr.
Inghóll var þétt setin konum af Suðurlandi og stemningin frábær. Magga Frímans var kynnir og komu þarna fram alls konar konur. Konur í framboði, fyrverandi bæjarstjóri og núverandi bæjarstjóri, Edda Björgvins og Ingibjörg Sólrún.
Edda fór á kostum sem uppistandari og á ég von á því að fá harðsperrur í andlitsvöðvana eftir allan hláturinn.
Ingibjörg Sólrun var líka skemmtileg á sínum pólitísku nótum.
Rosalega verður gaman á Íslandi þegar hún verður orðin forsætisráðherra.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 01:17 | Facebook
Athugasemdir
Já þetta er ansi flottur flutningur hjá strákunum á þessu lagi.
Heyrði þá flytja lagið á útvarpi Sögu í gær.
Textinn er bara bull.
Jens Sigurjónsson, 4.5.2007 kl. 01:30
Það er öruggt, það verður gaman, en það þarf að verða gagn að því, alger nauðsyn að skera upp þetta kvótakerfi andskotans, öðruvísi verður ekkert gagn að henni....
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 11.5.2007 kl. 19:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.