Begga Árna

Saumó  2007 004Það var með blöndnum huga sem ég settist við útvarpið í dag til þess að hlusta á þátt Andreu Jónsdóttur Lífsbók sem er minningarþáttur um Bergþóru Árnadóttur. Ég vissi það alveg fyrirfram að ég myndi gráta. Ég hef reynt að hlusta á lögin hennar hennar síðan hún dó en mér finnst það mjög erfitt, ég bara græt. Enda grét ég yfir minningarþættinum en ég gat líka brosað yfir mörgum minningunum sem komu fram og löðuðu líka fram minningar sem ég á um hana.

Ég kynntist Beggu þegar við unnum saman í Meitlinum í Þorlákshöfn í humri 1964 eða 5 og ég hitti hana síðast 8. febrúar sl. mánuði áður en hún dó. Myndin af henni var tekin það kvöld.

Það dugði auðvitað ekki að gera einn venjulegan þátt um Beggu. Ég ætla ekki að missa af framhaldsþættinum sem er strax í kvöld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband