Međ söngfuglum

Ég var međ félögum mínum í Söngfélaginu í Vestamannaeyjum um helgina. Viđ vorum ţar ađ endurtaka tónleikana sem viđ héldum á sumardaginn fyrsta í Versölum. Freyjukórinn úr Borgarfirđi var međ okkur, bćđi í Ţorlákshöfn og úti í Eyjum.

Kaffihúsakórinn, sem er frá Vestamannaeyjum, tók á móti okkur og söng ţrjú lög á tónleikunum. Ég bjóst viđ rútubílasöng, vegna nafnsins á kórnum, en ţetta er mjög kröftugur gospelkór sem vćri gaman ađ heyra meira í.

Kórarnir ţrír borđuđu saman kvöldverđ og skemmtu sér viđ söng og dans á Hótel Ţórshamri á laugardagskvöld. Fjórum strákum (á ýmsum aldri) voru afhentir gítarar og ţeir spiluđu og sungu eins og ţeir hefđu veriđ saman í hljómsveit í mörg ár og héldu uppi feiknastuđi.

Áđur en viđ fórum í matinn tók ný stjórn Söngfélagsins formlega viđ völdum, á léttu nótunum, og makakórinn sýndi atriđi sem er hefđ í vorferđinni okkar. Makakórinn kemur alltaf á óvart og fer alltaf á kostum. Í ţeim kór eru dansarar, leikarar, söngvarar, einsöngvarar og látbragđsleikarar.

Ég var ekkert sjóveik í Herjólfi svo ég kvíđi engu ađ fara aftur á miđvikudaginn en ţađ stendur til ađ ég fari sem dómari í Stóru upplestrarkeppninni  ţar sem börn úr 7. bekk í Grunnskólanum í Ţorlákshöfn keppa viđ börn úr Eyjum í upplestri.

Ég hitti mann ţarna úti í Eyjum sem heilsađi nokkrum úr hópnum sem könnuđust viđ hann. Ég hef aldrei séđ manninn áđur, svo ég viti. Ţegar hann tók í höndina á mér sagđi ég til nafns eins og kurteisum manni sćmir. Ţá spurđi mađurinn, sem var á mínu reki:

Áttu heima í Ţorlákshöfn?

Já.

Ertu frá Selfossi?

Já.

Áttirđu heima í Smáratúni?

Já.

Ég sá ţig síđast 1963.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigţrúđur Harđardóttir

Skrýtnir ţessir Selfyssingar

Sigţrúđur Harđardóttir, 23.4.2007 kl. 22:02

2 Smámynd: Guđrún S Sigurđardóttir

Alla vega ţeir sem fluttu til Eyja.

Guđrún S Sigurđardóttir, 23.4.2007 kl. 22:40

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband