Þjóðleikhúsferð

Við, Simmi minn, buðum barnabörnunum okkar, sem búa á Íslandi, í leikhúsið á sunnudaginn. Það var verið að auglýsa síðustu sýningar á Sitji guðs englar svo ég dreif í að kaupa miða. Ég vissi að Nanna myndi þiggja boðið. Ég hef áður farið með hana í leikhús en það gladdi mig mjög þegar nýfermdi rokkarinn þekktist boðið einnig. Hann hefur haft áhuga á Hítler og heimstyrjöldinni frá því rétt eftir að hann fæddist svo hann fékk dálítið í  leikritinu við sitt hæfi. Nanna þurfti stundum að hvísla spurningum í eyrað á mér til að fá nánari útskyringar. Henni fannst t.d. alveg óskiljanlegt þegar hermennirnir tóku krossinn af kirkjunni og settu byssu þar í staðinn. Hún þurfti líka að fá nanari skýringu þegar einhver féll útbyrðis og drukknaði.

Við skemmtum okkur öll mjög vel. Þetta er frábært stykki eins og von er frá Guðrúnu Helgadóttur. Ég las bókina þegar hún kom út svo ég kannaðist við söguna.

Það versta var að Nanna fékk á heilann blótsyrðin hans afa í leikritinu og sönglaði "andskotinn" aftur og aftur alla leið frá Þjóðleikhúsinu og að veitingastaðnum Ítalíu þar sem við hittum foreldra þeirra. Þeim hefur oft fundist við, Simmi minn, blóta of mikið í návist barnanna en þetta tók steinninn úr.

Ég vona að þetta hafi rjátlast af krakkanum og að hún sé hætt að blóta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband