6.4.2007 | 22:10
Dónadúettinn
Við, Simmi minn, vorum límd við tölvuskjáinn klukkan korter yfir átta í kvöld þar sem við gátum hlustað á beina útsendingu frá hátíðinni Aldrei fór ég suður sem er á Ísafirði nú um páskahelgina.
Ástæðan var sú að Dónadúettinn var að skemmta þar. Dónadúettinn skipa þeir félagar, Ottó Tynes og Karl Ægir. Af því ég hef heyrt í þeim áður þá bauð ég mömmu og pabba ekki að koma í kvöld og hlusta þó að mamma dýrki elsta barnabarnið sitt og vill fylgjast með öllu sem hann gerir.
Ég gúgglaði að gamni mínu Dónadúettinn og eftirfarandi var meðal annars sem kom upp:
Dónadúettinn (e. the duette of rudeness) is one of the rudest bands ever to emerge from Iceland. Their lyrics are about rude shop assistants and all kind of general rudeness. They have whritten songs like I don´t give a damn and Larger penis
Ég hringdi í Kolbein til að athuga hvernig honum hefði fundist pabbi sinn standa sig en honum fannst hljómsveitin á undan miklu betri.
Þrátt fyrir dónaskapinn þá grenjuðum við Simmi minn, úr hlátri hérna heima. En það er kannski bara af því að við erum ekki hlutlaus.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Ef Anna og Ási væru afi hans og amma þá hefðir þú ekki hikað við að bjóða þeim
Sigþrúður Harðardóttir, 8.4.2007 kl. 08:43
Gæti skeð...gæti skeð!
Guðrún S Sigurðardóttir, 8.4.2007 kl. 12:36
Ef Megas hefði verið afi hans, þá hefði honum verið boðið.....?
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 10.4.2007 kl. 11:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.