Heimsmynd

McArthurÉg hef lært að skilja marga hluti upp á nýtt og lært að sjá ýmislegt með öðrum augum eftir að ég fór að kenna börnum af erlendu bergi brotin. Ég hef þurft að fara út úr mínum litla heimi og kasta burtu skoðunum mínum og því sem ég hef haldið að væri það eina rétta. Ég hef orðið miklu umburðarlyndari á undanförnum árum gagnvart menningu annarrra þjóða og reyni að taka öllu með opnari huga en ég gerði áður.

Samt fékk ég eins og högg í magann þegar ég sá kort McArthurs í fyrsta skipti. Minn heimur er allur hugsaður út frá Evrópu í miðjunni og að norður sé upp. Ég hafði mjög gott af því að sjá að heimurinn er ekki endilega eins og ég hélt að hann væri. Mér fannst fyrst pínulítið móðgandi að hafa Ísland í horninu lengst til hægri en svona hlýtur mörgum nemendum mínum að líða þegar við erum að leita að landinu þeirra á heimskorti og það er kannski úti í horni eða ekki til í skólanum nema pínulitið og varla nothæft.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband