Ferming

Ferming Kolbeins 051Það gerist ekki oft að við Simmi minn höfum öll barnabörnin okkar í einu en þannig stund áttum við í dag.

Elsta barnabarnið okkar var fermt í dag. Löggilti unglingurinn var tekinn í kristinna manna tölu. Um þá athöfn sá séra Örn Bárður í Neskirkju. Athöfnin var falleg og á léttu nótunum. Karl Kolbeinn tók þá ákvörðun sjálfur að vilja fermast. Hann hafði verið færður til skírnar á sínum tíma og vildi nú staðfesta það fyrir guði.

Eftir athöfnina var haldinn veisla í Kiwanishúsinu í Þorlákshöfn.  Þar mættu 80-90 ættingjar og vinir til þess að fagna með pilti. Hann var rosalega ánægður með veisluna sjálfur. Hann var með áhyggjur af því að fólk gæti ekki talað saman í svona veislu af því það þekkti ekki hvert annað en annað kom á daginn. Þó að þröngt væri á þingi leið gestum vel og enginn var þvingaður eins og Kolbeinn var hræddur um. Ömmusystir hans úr móðurættinni spilaði á harmónikku og sýndar voru í sjónvarpi myndir úr ævi Kolbeins frá fæðingu til fermingar.

Ekki spillti fyrir gleði Kolbeins með daginn þegar hann tók upp fermingargjafirnar en þær voru margar og góðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Til hamingju með drenginn. Kv.

Baldur Kristjánsson, 1.4.2007 kl. 00:28

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Til hamingju með pjakkinn...

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 1.4.2007 kl. 00:32

3 identicon

Gaman að sjá myndina af ykkur öllum saman og til hamingju með piltinn. Leiðinlegt að missa af fermingunni. Ég man vel þegar Kolbeinn var skírður, svona er ég nú orðin gömul. Af einhverjum ótrúlegum ástæðum man ég vel í hvaða fötum Hrönn systir var. Ótrúlega tilgangslausar upplýsingar.

Kveðja til allra og gleðilega páska!

Harpa Gudfinns. (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 07:29

4 identicon

Það er "aldeilis" mikið að gerast hjá fjölskyldunni þessa daganna og mörgum tímamótum hægt að fagna !! Ég segi bara til hamingju með þetta allt saman. Ótrúlegt að stelpan úr Smáratúninu skulu eiga orðið 35 ára brúðkaupsafmæli og sé að ferma barnabarnið sitt. Enn ótrúlegra að litla systir mín skuli vera í sömu sporum. Þetta segir manni bara eitt, við erum að eldast. 

Eygló lilja Gränz (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 14:42

5 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Fínar myndir, vantar samt enn af Simmanum í Karnabæjardressinu......

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 3.4.2007 kl. 20:33

6 Smámynd: Guðrún S Sigurðardóttir

Takk fyrir kveðjurnar og Haddi minn þetta með Karnabæjardressið og mynd af því er í vinnslu. Þú skilur að þetta er löngu fyrir tíma tölvunnar þannig að myndin er bara í gamaldags albúmi og nú þarf að skanna hana og  koma henni út á netið. Það mun verða, bara af því þú biður um það...

Guðrún S Sigurðardóttir, 3.4.2007 kl. 20:55

7 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Takk, takk, bíðum bara sallaróleg....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 9.4.2007 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband