Kaupadella

Það kom bæklingur frá Belís heilsuvörum ehf inn um lúguna hjá mér um daginn. Venjulega hendi ég þessum bæklingi strax í ruslið en einhverra hluta vegna opnaði ég þennan og fór að lesa.

Og áður en ég vissi af fann ég að mig vantaði ótrúlega margar vörur úr bæklingnum. Bráðvantaði hitt og þetta. Mig vantaði leðurtösku, brjóstahaldara með bakstuðningi, höggdeyfanleg innlegg, stækkunargler með ljósi og margt fleira.

Ég var komin á fremsta hlunn með að panta eitthvað af þessu þegar ég rakst á grein í Mogganum í dag um hóp kennara í Laugarnesskóla sem tók sig saman og ætla ekki að kaupa neina nýja hluti, nema nayðsynjar, á góu og þorra. Þeir ætla að þreyja þorrann og góuna líka án þess að kaupa nokkuð nema það sem flokkast undir mat, hreinlætisvörur, lyf og öryggisvörur. Hins vegar má kaupa notaða hluti. Fyrirmynd kennarana er hinn bandaríski Compact hópur sem ætlar ekki að kaupa neitt nýtt í heilt ár.

Mér finnst þetta bráðsnjallt. Ég er samt ekki viss um að ég gæti þetta í heilt ár en í tvo mánuði væri gaman að prófa. 

Ég ætla alla vega ekki að panta neitt upp úr Belís bæklingum því þegar betur er að gáð vantar mig ekkert sem þar er auglýst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gasalega ert þú orðin meðvituð kona !!!

ÞHelga (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband