Salt, sykur, vatn og eitthvað þaðan af verra

Ég hef verið að velta fyrir mér, aukaefnum í matvælum, að undanförnu.  Ég hef ekki mikið vit á þessu en reyni að verða mér úti um upplýsingar eins og ég get. Les það sem ég næ í og spyr mér vitrari manneskjur um þessi málefni. Ég hef hent nokkrum kryddstaukum í kjölfarið og hætt að nota súpur og sósur í pökkum. Það er kannski dropi í hafið en vonandi byrjunin á betra og bættu mataræði.

Kompásþátturinn í kvöld var vatn á mína myllu.

Ég hef lengi haft óljósan grun um að aukaefni væru í matvælum en ekki getað fengið mig til að trúa neinu slíku upp á íslenska matvælaframleiðendur. Ég treysti alltaf öllum svo rosalega vel. 

Annað kom í ljós í kvöld. 

Næsta mál er að lesa enn betur innihaldslýsingar matvæla og velja og hafna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óttarr Makuch

Hélstu virkilega að íslenskir matvælaframleiðendur væru eitthvað öðruvísi en aðrir framleiðendur??  Það er aðsemiskrafa hjá þeim eins og öðrum framleiðendum!

Óttarr Makuch, 11.2.2007 kl. 22:23

2 Smámynd: Guðrún S Sigurðardóttir

Auðvitað!!! Ég held alltaf að ég búi í vernduðu umhverfi og einhverjir, sem ég treysti, hugsi fyrir mig. Ég er alveg að þroskast upp úr þessari hugsun, loksins!!

Guðrún S Sigurðardóttir, 11.2.2007 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband