Heilsubót

Það var hressandi að ganga Nesið í morgun. Dálítið kalt og vindgnauð í eyrum. Heilmikill brimgnýr var og tilkomumikið að sjá brimölduna brotna á Hafnarberginu og þeytast marga metra í loftið. Þar sem  náttúruöflin eru að verki er stórkostlegt.

Það er ekki hægt að komast hjá því að ganga fram hjá draugahúsum á Nesinu, húsum sem hýstu drauma, vonir og þrár manna sem sáu framtíð í fiskeldi. Það er sorglegt hvernig það dæmi fór allt saman. Rétt þar hjá eru önnur hús sem hýsa líka drauma manna. Ekki veit ég hvernig gengur með Feygingarverksmiðjuna en vonandi rætast draumar um að þar verði vinnustaður margra manna.

Þegar við, gamli minn, vorum komin á heimstímið vorum við með vindinn beint í fangið. Við drógum uppi par sem gekk á undan okkur, reykjandi. Þar sem vindurinn var beint á okkur fengum við  reykingarlyktina og mengunina beint í æð. Oj, barasta.

Það var hressandi að ganga Hafnarnesið í morgun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband