Hvatvísi

Ég held að ég hafi glatt mjög mikið bláókunnuga konu í dag. Ég fann allt í einu þörf hjá mér að hrósa konunni sem ég keypti kjól af á föstudaginn. Ég var, fyrir tilviljun, stödd fyrir framan búðina hennar aftur í dag og, eiginlega, áður en ég vissi hafði ég snarað mér inn í búðina til þess að segja konunni hvað ég væri ánægð með kjólinn og hvað ég hefði verið fín á þorrablótinu. Konan var fyrst alveg orðlaus og svo brosti hún út að eyrum og þakkaði mér fyrir. Ég sagði henni að ég ætlaði að segja öllum vinkonum mínum frá búðinni og hvað hún veitti frábæra þjónustu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Gott hjá þér...við hrósum of sjaldan.

En þú varst æðislega flott í kjólnum...það voru sko engar ýkjur

Sigþrúður Harðardóttir, 8.2.2007 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband