Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007
21.1.2007 | 18:14
Prinsinn af Wales
Lúkas Þorlákur er ekki par hrifinn af íslenskri tungu. Hann reynir að leiðrétta mömmu sína og bendir henni á hvernig á að tala rétt.
Mammy, it´s yes, not já.
Hann skilur íslenskuna alveg og er svo snjall að hann veit hvenær það er honum í hag að nota hana.
Um daginn var til á heimilinu kex sem heitir upp á engilsaxnesku Pinguin. Það hlýtur að vera mjög gott kex því Lúkas vildi fá það í morgunmat. Mamma hans benti honum á að kex væri ekki morgunmatur, hann ætti að borða eitthvað hollara en það.
Mammy, please give me mörgæs, sagði piltur þá og fékk auðvitað kex í morgunmat.
21.1.2007 | 17:57
Bíddu þangað til ég bíð þér næst...
Hann móðgaðist svo
þegar ég bauð honum ekki inn
að hann settist á grein
og leit ekki við kræsingunum
sem ég bauð upp á
úti í snjónum
21.1.2007 | 12:55
Sunnudagsmorgun
Við, ömmustelpa, vorum í slökunargírnum í morgun. Sváfum eins og klessur til klukkan hálf tíu. Þá var afi farinn út á sjó. Það stóð til að leggja netin í dag. Það hefur ekki gefið á sjó í nokkra daga.
Ömmustelpa notar tækifærið og horfir á barnaefni í sjónvarpinu þar sem hún býr á sjónvarpslausu heimili. Það þykja örugglega tíðindi í dag. En svona er það nú samt. Kennari nokkur sagði við Doktorinn (eða við bekkinn hans) þegar hann var í menntaskóla að sjónvarpið sygi sálina úr fólki. Það er kannski ekki eingöngu vegna þessara ummmæla sem ekki er sjónvarp á heimilinu en það er áreiðanlega ein af ástæðunum.
Ég veit það bara að ég er oft eins og sálarlaus þegar ég hef hangið ótæplega yfir sjónvarpinu.
21.1.2007 | 12:40