Pollýanna

Ég hef reynt og reynt að undanförnu að hætta að hlusta og horfa á fréttir en það er eins og að einmitt nú megi ég ekki tapa einum einasta fréttatíma. Ég er svo hrædd um að eitthvað gerist og ég missi af því. Eins og að það sé nú einhver hætta á því. Í alvöru, ástandið er á heilanum á mér.

Ég verð að fara að taka mig taki og komast upp úr þessari svörtu holu sem ég er í.

Það breytist hvort eð er ekkert. Maður verður bara að taka ástandinu eins og það er og reyna að finna eitthvað bjart út úr þessu.

Það hefur ekki verið að ástæðulausu sem þeir endurútgáfu Pollýönnu fyrir jólin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ein leiðin er að hugsa með sér: "Að minnsta kosti á ég ekki heima á Gasa svæðinu." Hin leiðin er að verða sér út um bjartsýnisrönd eins og ég á. Ég hef oft reynt að kenna fólki hvernig maður kveikir á henni en ekki tekist. Ég geri því ráð fyrir að um sé að ræða meðfæddan og erfðan eiginleika. Og það hlýt ég að hafa frá þér þannig að nú er tími til að kveikja á bjartsýnisröndinni!

Dabbiló (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband