Sama rassgatið

Já, þeim datt það helst í hug að ræða um það, þegar þeir komu úr jólafríi,  hvar við ættum að kaupa brennivínið okkar.  Eins og okkur sé ekki sama þó við förum í nokkurn tíma enn í Vínbúðina. Nei, við erum með áhyggjur af einhverju allt öðru en þingmennirnir okkar og ríkisstjórnin. Ég veit ekki hvenær mál eru sett á dagskrá hjá þinginu. Þetta var kannski löngu komið á dagskrá en mér er sama um það.

Mér finnst það í rauninni móðgandi að þeir skuli virkilega hafa ætlað að tala um hvar vínið skuli selt framvegis en ekki um vandamálin sem steðja að þjóðinni. Þeir eru að segja okkur með þessu að þeim sé skítsama um okkur.

Ég vil að þeir, sem vinna í hinu háa Alþingi, hlusti á okkur fólkið sem kaus þá til þess að hugsa um okkar hag.

Ég vil ekki sjá nein stólaskipti núna. Það er sama rassgatið undir þeim öllum. Ég vil nýtt fólk þarna inn.

Tillaga Baggalúts er stórfín. En hér getur hana að líta. Ég stal tillögunni af heimasíðunni þeirra.

Eftir nokkra yfirlegu hef ég sett saman lista yfir óskaríkisstjórn mína. Legg ég til að hún taki til starfa síðdegis í dag:

Forsætisráðherra: Laddi
Utanríkisráðherra: Hófí
Menntamálaráðherra: Bó
Umhverfisráðherra: Björk
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra: Mugison
Viðskiptaráðherra: Starfsfólk Bæjarins beztu
Iðnaðarráðherra: Sigur Rós
Ráðherra norrænna samstarfsmála: Geir Ólafsson
Heilbrigðisráðherra: Íþróttaálfurinn
Dómsmálaráðherra: Gaz-man
Félags- og tryggingamálaráðherra: Megas
Samgönguráðherra: Haraldur Örn Ólafsson
Fjármálaráðherra: Halli

Ef þetta gengur ekki upp sting ég upp á að ráðinn verði forstjóri sem stjórnar Íslandi eins og fyrirtæki. Það eru margir góðir til.

Forstjóri Íslands.

  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Mér líst vel á Forstjóra Íslands sem hefur í för með sér formenn og konur!

Koss inn í helgina!

www.zordis.com, 23.1.2009 kl. 16:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband