Mótórbáturinn Ísland

Þegar ég var lítil stelpa vildi ég binda spotta í Ísland og henda hinum endanum í skip sem dragi okkur svo eitthvert suður á bóginn, þar sem er venjulega hlýrra en hér. Ég sá þetta sem raunhæfan möguleika. Landið er hvergi fast við annað land og nóg pláss í sjónum í kring til þess að færa okkur til.

Dótla mín sá þetta líka fyrir sér í morgun þegar hún náði alls engu símasambandi við Ísland. Henni datt fyrst í hug að búið væri að skera á sæstrenginn sem tengir okkur við útlönd en síðar sá hún okkur öll fyrir sér á hraðri siglingu til hlýrri stranda að flýja undan vondu mönnunum. Það besta finnst mér að hún sá okkur öll hlæjandi.

Það er einmitt það sem við eigum að gera  núna. Hlæja og slaka á.

Hláturinn lengir lífið og slær á áhyggjur af kreppu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Verst með hávaðamælinn á vinnustaðnum okkar

Sigþrúður Harðardóttir, 15.10.2008 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband