Lítil þjónustulund

Það er dálítið flókið mál að fá afrit af prófgögnum hjá Nemendaskrá Háskóla Íslands. Ég skil ósköp vel að ég þurfi að sýna umboð frá eiganda prófskírteinisins til þess að fá það afhent. Allt í lagi með það. Og ég skil að það tekur sólarhring að fá gögnin þýdd á ensku. En af því ég bý úti á landi hélt ég í einfeldni minni að það væri hægt að senda umbeðin gögn beint heim til dótlu minnar, því það er hún sem málið snýst um, án þess að ég væri milligöngumaður. Það var dálítið vesen af því þetta kostar 300 krónur en ég ætlaði að leysa þann vanda.

Þá kom babb í bátinn. 

Þegar ég var búin að lesa upp kennitöluna og segja nafnið á dótlu og ætlaði að fara að þylja upp heimilisfangið þá stoppaði konan mig af með þvílíkri fyrirlitningu í röddinni að mér varð ekki um sel.

"Ég fer ekki að skrifa niður heimilisfang."

Það er eins gott að ég bý ekki á Þórshöfn heldur í Þorlákshöfn því ég verð að fara í höfuðborgina á morgun og sækja plaggið með tölvupóst í farteskinu frá dótlu um að ég megi fá prófgögnin hennar.

Það hefði líklega vafist fyrir konugreyinu að meðtaka heitið á bænum hennar dótlu minnar en  hann heitir Rhosllanercrugogg.

Eins gott að hún stoppaði mig af.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband