Styttist í heimferð

Lúkas Þorlákur Jones er orðinn mjög spenntur að fara með okkur til Íslands. Hann telur dagana og veit nákvæmlega, þegar hann vaknar á morgnana, hversu margir dagar eru eftir. Hann er búinn að ákveða að fara í útilegu og hann ætlar að hoppa á trampólíni. Þá er bara okkar að láta þetta rætast.

Nanna hefur skemmt sér konunglega hérna með okkur. Hún segist vera heppnasta stelpa í heimi. Það hefur greinilega ekki haft slæm áhrif á hana þó ég hafi drifið hana á bráðamóttökuna á spítalanum á sunnudagskvöldið. Mér leist ekkert á hóstann í henni og hvernig hún andaði. Þetta reyndist vera móðursýki í mér eða kannski ömmusýki. Barnið hafði bara nælt sér í breskt kvef sem Svava Rán segir mér að sé öðruvísi en íslenskt. Við fáum kvef í nefið en Bretar ofan í sig þ.e. í lungun. Hún er að jafna sig sem betur fer.

Við vorum orðin svo þreytt á sólinni og hitanum að við sendum hana til Íslands og fengum okkur smá rigningu í staðinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband