Sumarfrí

Að undanförnu hef ég ýmist búið á Selvogsbrautinni eða í Sólbrekku í uppsveitum Árnessýslu. Það er sama hvar ég hef verið, alls staðar skín sól. Ég get ekki látið hana í friði og leggst alltaf marflöt undir hana enda orðin eins brún eins og ég hefði legið á suðrænni strönd.

Það er gott að vera í sumarfríi.

Það er gott þegar Simmi minn er í sumarfríi líka.

Það er gott að gera stundum ekki neitt.

Nema að dingla sér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Dásamlegt!

Sigþrúður Harðardóttir, 11.7.2008 kl. 22:00

2 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Yndislegt,- svona á lífið að vera ;)

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 13.7.2008 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband