2.7.2008 | 20:12
Allt hefst þetta nú
Það gekk ekki alveg þrautalaust fyrir sig að fá nýtt vegabréf. Ég fór aðra fýluferð á Selfoss í gær. Mér var sagt að vegna smá bilerís í kerfinu hefði myndast biðröð sem ég fór í. Ég var fjórða í röðinni og þegar biðröðin hafði ekki hreyfst í rúman klukkutíma gafst ég upp á biðinni. Það átti víst að vera huggun harmi gegn þegar mér var tjáð að þetta væri ekki sams konar bilun og deginum áður en það huggaði mig ekki neitt.
Ég fór þess vegna í höfuðborgina í dag, til Ríkilögreglustjórans. Þar var ekkert bilerí í gangi og kerfið var uppi þannig að ég gat pantað mér nýtt vegabréf. Ég þurfti nú samt að vera 40 mínútur í biðröð því það var svo mikið að gera. Þar var líka mjög ruglingsleg afgreiðsla. Fólk kom þarna ýmist til að fá ökuskírteini eða vegabréf. Það þarf að byrja á því að taka númeraðan miða og það er sín hvor númeraröðin fyrir hvorn hópinn. Það hefði þurft að hafa einn starfsmann í því að segja fólki hvernig þetta gengur fyrir sig því það var alls ekki augljóst um leið og maður kom inn. Af því ég beið þarna svo lengi sá ég marga ráðvillta og var farin að skipta mér af áður en ég vissi af og hjálpa til.
Það skaðaði ekkert. Ég fékk þakklæti.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.