Fyrir Langanesið

"Við munum sigla fyrir Langanesið á eftir," tjáði hann Simmi minn mér einhvern tímann í dag. "Ég hef aldrei áður siglt fyrir Langanesið, þrátt fyrir öll mín ár á sjó."

"Já, en gaman hjá þér."

"Verst að ég verð að slá tittlingnum í rekkverkið."

"Ha?"

"Maður verður að slá tittlingnum í rekkverkið þegar maður siglir í fyrsta skipti fyrir nes."

"Guð, gerðu það varlega."

"Já, já, þetta er allt í lagi, ég held að hann sé hvort sem er hættur að ná svona hátt upp."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alltaf jafn gaman að lesa skrifin hjá þér. Þar er nú bara skrifað auðskiljanlegt  mannamál á íslensku, og ekki skemmir húmorinn !! Ég man nú heldur aldrei eftir að honum Simma þínum hafi skort lýsingarorð.  Það versta er hvað er langt á milli Selfoss og Þorlákshafnar. það er svo langt að maður hittist eiginlega aldrei orðið, og svo bara flýgur tíminn áfram á ógnarhraða og við eldumst og eldumst. Kærastinn meira að segja kominn á "sjötugsaldur" og litla systir þín á "sextugsaldurinn" og það segir okkur nú eitthvað. En kannski með hækkandi sól og hitastigi hittumst við og gerum okkur glaðan dag.

kveðja í Höfnina.  

Eygló Lilja (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 10:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband